Fréttir

Þá er loksins búið að opna fyrir skráningu á íþróttaæfingar hjá Suðra og nú er hægt að nota frístundastyrk Árborgar til lækkunar á æfingagjöldum fyrir yngri en 18 ára iðkendur. Hægt er að skipta greiðslum á allt að 6 mánuði en athugið að kostnaður á hvern mánuð er kr. 390,- sem bætist þá ofan á hverja mánaðargreiðslu. Til að ganga frá skráningu er farið inn á arborg.felog.is og hakað við að "samþykkja skilmála" og smellt á island.is innskraning. Síðan þarf að skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þá birtist mynd þar sem hægt er að velja viðkomand iðkanda (barn eða sjálfan sig) og velja þar það námskeið/íþróttagrein sem viðkomandi vill skrá sig í. Velja "skráning á námskeið" og þá opnast gluggi þar sem hægt er að haka við að "nota frístundastyrk" og velja í hve margar greiðslur á að skipta (1-6). Athugið að einungis er í boði að greiða með greiðsluseðli. Síðan þarf að haka við "samþykki skilmála" og staðfesta. Ef þið lendið í einhverjum vandræðum má hafa samband við Öbbu í síma 820-6882 eða senda henni póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Gangi ykkur vel.

https://ativaninfo24x7.com https://ambieninfo24x7.com

Komið sæl öll.

Eftir gott sumar þá er haustið komið á ný með sínar venjur og rútínan farin vel af stað.

Æfingar í boccia verða í IÐU sem hér segir

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.20-18.10

Þjálfari Ófeigur Ágúst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og Dísa This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

849-3845

Æfingar í sundi verða

Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-18.00

Þjálfari Magnús Tryggvason  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

 

Æfingar í lyftingum verða á 

Þriðjudögum og fimmtudögum frá 15.00-16.00

Þjálfarar eru Ólafur Oddur og Örvar

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   (Ágústa og Einar)  

 

Nýjar æfingar verða í vetur en það er í taekwondo í samstarfi við UMFS

Fimmtudaga 17.00-17.45

Nánari upplýsingar um þær veitir Ófeigur Ágúst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  8493845

 

Allir velkomnir á æfingar 

zopiclone en ligne imovane en ligne


Komið sæl allir Suðra-félagar.   

 

Sunnudaginn 2.október n.k verður haldið upp á 30 ára afmæli Suðra í Þingborg í Flóahreppi og hefjast hátíðarhöldin kl. 13.00.

 

Ófeigur mun grilla gott kjöt fyrir okkur í boði S.S og grænmeti sem meðlæti í boði heiðurshjónana í Engi.

 


Enginn annar en Jón Bjarnason mun spila undir dansi og bræðurnir Svanur og Þröstur munu koma með gítarana sína og spila nokkur lög með okkur.

 

Endilega látið okkur vita sem fyrst hvort þið sjáið ykkur fært um að koma og sömuleiðis ef þið þurfið far frá Selfossi í Þingborg og til baka.

 

 

 

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Til hamingju með afmælið við öll.

 

 

Stjórnin.

http://anxietytreatmethods.com/ativan http://anxietytreatmethods.com/xanax

Fréttir frá Suðra.

Helgina 11.-13.mars s.l fóru 23 keppendur frá Suðra á Íslandsmót ÍF sem haldið var í Reykjanesbæ.  Vinir okkar í Íþróttafélaginu Nes sáu um skipulagningu mótsins og tóku vel á móti okkur öllum.  Félagar í Suðra tóku þátt í sveitakeppni í boccia og sömuleiðis tóku 5 þátt í lyftingum.  Allir stóðu sig með sóma í boccia.  Stærsti sigurinn er að taka þátt.

 

Í lyftingum gerði Guðrún Hulda stóra hluti og bætti íslandsmetin sín í hnébeyju, réttstöðulyftu og bekkpressu.  Sigríður sló sín persónulegu met svo um munar.  Íslandsmeistari í flokki þroskahamlaðra var hann Ólafur Aron og Íslandsmeistari í flokki hreyfihamlaðra var hann Sigurjón Ægir en hann stóð sig frábærlega og tók 90 kíló í réttstöðulyftu.  Félagar í kraflyftingafélaginu Massi í Reykjanesbæ sá alfarið um umgjörð þessa mót sem var mjög flott og faglegt í alla staði.  

 

Takk fyrir okkur Nes og Massi :) 

 

Sigurjón Ægir vekur athygli

Sigurjón Ægir Ólafsson sem keppir fyrir íþróttafélagið Suðra í lyftingum hefur vakið mikla athygli fyrir getu sína í íþróttinni. Hann byrjaði að keppa á Íslandsmóti fatlaðra vorið 2014 og síðan þá hefur hann sífellt verið að bæta sig. Þrátt fyrir að vera mjög hreyfihamlaður æfir hann og keppir í þremur greinum lyftinga, bekkpressu, hnébeygju og réttstöðulyftu. Á lyftingamótum fyrir hreyfihamlaða er yfirleitt bara keppt í bekkpressu, jafnt á mótum hérlendis sem á alþjóðamótum. Hann lætur sér fátt um finnast og keppir í þeim þremur greinum sem  hann æfir hjá Kraftbrennzlunni á Selfossi.

Það er gaman að fylgjast með ummælum reyndra lyftingamanna og viðbrögðum dómara þegar Sigurjón Ægir tekur upp þung lóðin í hnébeygju og réttstöðulyftu. Hann kemur þeim sífellt á óvart með því að lyfta því sem hann ætlar sér.

Það verður gaman að fylgjast áfram með þessum mikla keppnismanni sem stefnir ótrauður að sínum markmiðum og lætur hindranir ekki stöðva sig.

 

Þorbjörg Vilhjálmsdóttir

best-antibiotics-otc.com healthylongeyelashes.com

Komið sæl öll

Loksins er heimasíðan okkar aftur orðin virk.  Við viljum hvetja ykkur til að vera dugleg að fylgjast með fréttum sem koma hingað inn ásamt því að skoða skemmtilegar myndir af starfinu okkar.

Helgina 10.-12.apríl verður Íslandsmót í liðakeppni boccia.  Það verður haldið að þessu sinni í Hafnarfirði.  Við viljum endiega hvetja sem flesta að taka þátt en ef þið viljið ekki taka þátt látið þjálfara vita sem fyrst því núna erum við að æfa á fullu fyrir mót.

Íslandsmót í lyftingum fer einnig fram þessa helgi og við eigum nokkra keppendur þar líka.  Takið helgina frá og Áfram Suðri.

 

Í maí verður svo Hængsmótið á Akureyri en við erum ekki búin að fá staðfestingu á tíma en við látum ykkur vita um leið og við fáum fréttir.

Vinamót Suðra og Gnýs verður svo haldið í maí þetta árið á Sólheimum.

 

Hlökkum til vorannar með ykkur.

Baráttukveðjur Dísa og Ófeigur. 

 

Heil og sæl kæru Suðralingar
Nú er heldur betur komin tími á fréttir frá okkur því það eru mörg verkefni sem hafa verið hér á bæ síðan síðustu fréttir komu.

Jólamót

Okkar árlega jólamót var haldið síðustu æfingarnar i desember. Nöfnin á liðunum voru fjölbreytt og skemmtileg sem áður og fengu allir viðurkenningapening fyrir þátttökuna.

Sundæfingar

Það er okkar sönn ánægja að segja frá því að sundæfingar eru hafnar á ný. Vilhjálmur Þór eða Villi Þór er þjálfarinn okkar. Sundæfingar eru á þriðjudögum kl. 18.30-19.30 og á miðvikudögum kl. 15.30-17.15.

Aðalfundur Suðra

Þann 25.mars vorum við með aðalfund félagsins. Vel var mætt á fundinn og boðið var upp á osta, grænmeti og kristal. Fundastjóri var Svanur Ingvarsson. Í stjórnina var kosin: Þórdís Bjarnadóttir formaður, Harpa Dís Harðardóttir gjaldkeri og í stað Guðrúnar Lindu var Katrín Ýr kosin ritari félagsins. Sigrún Elfa og María Sigurjónsdóttir sitja áfram sem meðstjórnendur.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir hefur sett mjög mörg íslandsmet síðustu ár. Hún hefur margbætt sig í öllum sínum greinum og æfir vel og af miklu kappi. Hún er góð fyrirmynd allra í Suðra og erum við mjög stolt af henni. Stjórn Suðra ákvað því að styrkja þessa flottu íþróttakonu um 100.000 krónur sem hún getur notað til keppnis og/ eða æfingaferða, eða til kaupa á íþróttavörum.

Hulda var einnig tilnefnd sem íþróttakona Suðra þriðja árið í röð og fékk hún afhentann bikarinn aftur á fundinum. Þessi bikar var veittur í síðasta sinn því á næsta ári munum við í fyrsta sinn veita bikar fyrir íþróttakarl og íþróttakonu ársins.
Hulda fékk líka afhendann viðurkenningjaskjöld frá HSK en hún var valin íþróttamaður fatlaðra 2013.
Til hamingju Hulda þú stendur þig frábærlega vel.

Okkar kæri vinur Svanur Ingvarsson hinn mikli þúsundþjalasmiður afhenti félaginu boccia- borð. Frábærir stólar sem koma að góðum notum. Takk fyrir okkur Svanur 

Vinamót Suðra og Gnýs
Þann 30.mars s.l var haldið okkar árlega vinamót Suðra og Gnýs. Nú var komið að okkur í Suðra að bjóða vinum okkar heim. Vel var mætt á mótið og var þema mótsins : Fjöll á Suðurlandi, liðin báru heiti fjalla á Suðurlandi.
Á mótinu kepptu 15 lið sem voru blönduð af Suðra mönnum og mönnum frá Gný. Mótið tókst afskaplega vel og að því loknu fórum við öll út í Tíbrá og snæddum pizzu að sjálfsögðu, horfðum á myndasýningu frá systrum og hlustuðum á lög. Svo endaði flottur dagur á því að nokkrir Suðralingar skelltu sér í sund í blíðunni. Úrslitaliðin keppa um efstu sætin.

Íslandsmót í sundi og frjálsum.
Helgina 5.-6.apríl verður keppt í frjálsum og sundi. Við eigum að sjálfsögðu nokkra keppendur þar á bæ líka  4 Suðralingar stefna á að keppa í frjálsum og 3 í sundi.

Íslandsmót / Hængsmót

Nú styttist í okkar árlegu ferð norður á Akureyri. Að þessu sinni er Íslandsmót og Hængsmót sett á sama tíma. Við munum leggja af stað þann 10.apríl og koma heim seinnipart þann 13.apríl. Ferðalangar eru um 30 talsins og mun Óskar bílstjóri keyra okkur norður í rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni.
Það eru um 20 keppendur í boccia frá Suðra og 4-6 keppendur í lyftingum. Einnig verður keppt í opnum flokki boccia.
Mótið er kostnaðarsamt og erum við að fara af stað með kökusöluna okkar. Það er mikil aukning núna frá fyrri árum og virðist vera að þessi fjáröflun ætli að skila sér vel. Því er að þakka líka öllum sjálfboðaliðum sem geta aðstoðað okkur við að þetta gangi sem best.

Næst á dagskrá :

Vorslútt: að sjálfsögðu verðum við með okkar árlega vorslútt. Sennilega verður það í kring um 20.-27.maí en við munum auglýsa það síðar. Þá verður veittur lítill eignarbikar fyrir bestu mætinguna á æfingar í vetur..

Æfingar í sumar: Það líður að sumri og þá þurfum við að fara að skipuleggja æfingar sumarsins. Það er okkar von að geta boðið upp á fjölbreytt íþróttastarf í ár eins og áður. Golf- frjálsar og fótbolti eru á óskalista og ef einhver hefur áhuga á öðru endilega hafið samband og við sjáum hvað við getum gert.
Suðra knús
Dísa
CIMG8234Í dag kom Hafþór færandi hendi fyrir hönd bróður síns með 16.000 króna styrk til félagsins.  Örn Þór Halldórsson bróðir Hafþórs rekur Teygjuhopp.is og var hann með græjuna sína fyrir utan Sundhöll Selfoss í sumar.  Allur ágóði þann daginn rann óskiptur til félagsins.  Við færum Erni bestu þakkir fyrir stuðninginn. 
Við hjá íþróttafélaginu Suðra bjóðum börn á öllum aldri  velkomin til okkar.  Á þriðjudögum kl. 17.50-18.20 getum við tekið  á móti börnum til að gera það sem börnin hafa áhuga á.  Hvort sem það er boccia, körfubolti, leikir, kúluvarp, hlaup eða þrautir.  Gaman væri að sjá sem flesta.

Að sjálfsögðu eru öll börn velkomin á allar æfingar hjá okkur.  Bocciaæfingar eru á þriðjudögum frá kl. 16,50-18.20 og á fimmtudögum kl. 16.-16.50.  Sundæfingar hefjast svo um leið og við höfum fundið þjálfara.

Hlökkum til að sjá ykkur
Suðralingar :)