Fréttir

Nú er Íslandsmóti ÍF í laugardalnum afstaðið.  Hátt í 400 keppendur frá 24 aðildarfélögum ÍF tóku þátt.  Keppt var í boccia, frjálsum, sundi, borðtennis og lyftingum. slandsmt_19.-21.aprl_2013_038 Í ár sendi Suðri 20 keppendur í boccia, 2 keppendur í sund, 5 í frjálsar og 4 í lyftingar
Til gamans má segja frá því að þetta var í fyrsta sinn sem Suðri tók þátt í lyftingum en það eru 3 kappar frá okkur sem hafa æft hjá Benna í Kraftbrennzlunni hér á Selfossi.  Fjórði keppandinn okkar var eina konan í keppninu og það er hún Hulda Sigurjónsdóttir.  Allir stóðu sig með miklum sóma.
Suri_aprl_2013_153
Ólafur Aron Einarsson lenti í 3 sæti í lyftingum.
Hulda Sigurjónsdóttir lenti í 1 sæti í lyftingum.
Kristófer Bergman Skúlason lenti í 2 sæti í rennuflokki boccia.
Hulda Sigurjónsdóttir 1 sæti í kúluvarpi og 3 sæti 60 metra hlaup
María Sigurjónsdóttir 3 sæti í kúluvarpi 
 
Bætingar voru bæði í sundi og í frjálsum.
 
Svo endaði helgin á flottu lokahófi á sunnudagskvöldinu.
 
Áfram Suðri.
Góður árangur hjá Matthildi Ylfu og Huldu á RIG leikunum. HuldaEmjbo2012
Fatlaðir frjálsíþróttamenn náðu afbragðsárangri á Stórmóti ÍR sem haldið var í tengslum við Reykjavíkurleikana nú um helgina.

Þannig stórbætti Ólympíumótsfarinn Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir árangur sinn í 60 m hlaupi sem hún hljóp á 9,61 sek sem er Íslandsmet innanhúss í flokki 16 – 17 ára, 18 – 19 ára, 20 – 22 ára og flokki fullorðinna, fyrra metið var 10,27 sek í 60 m sem hún setti á Stórmóti ÍR í fyrra.

Þá setti Matthildur Ylfa, sem keppir í flokki spastískra T37, einnig Íslandsmet innanhúss í 200 m hlaupi sem hún hljóp á 32,06 sek sem er bæting úr 34,86 sek á sama móti í fyrra. Til samanburðar var tími hennar í 200 m á leikunum í London 32,16 sek. Matthildur keppti auk þess í langstökki og stökk 4:03 m.

Hulda Sigurjónsdóttir sem keppir í flokki þroskahamlaðra F20 stórbætti einnig árangur sinn í kúluvarpi og setti Íslandsmet innanhúss. 

Frétt fengin af vef www.ifsport.is

 
phoca_thumb_l_picture_-_linda_041Nú er veturinn genginn í garð og vetraræfingar hafnar.  Við erum komin

með þjálfara í boccia og sundi þau Árna Hafþórsson og Díönu

Gestsdóttur.  Díana er í námi á Laugarvatni og hefur góða reynslu af því

að þjálfa.  Árni hefur æft sund í mörg ár og var í landsliðinu.


Við munum fara í keppnisferð vestur á Ísafjörð helgina 11.-14.október. 

En þá er íslandsmót í einstaklingskeppni boccia.  Áætlað er að um 21 keppendur fari frá Suðra og um 5-6 farastjórar. 


Nú í vetur er í fyrsta sinn boðið upp á lyftingar.  Æfingar eru 2 * í viku á

þriðjudögum og fimmtudögum kl.16-17. Þjálfari er Benedikt Magnússson.


Við erum að vinna í því að geta boðið upp á reiðnámskeið fyrir börn í samstarfi við Margréti Báru sem er með

margra ára reynslu á bakinu, í þjálfun fatlaðra á hestum.


Vonandi fáum við fleira af yngra fólki til okkar á æfingar því þá getum við skipt upp æfingum og haft

aldursskipt.  Allir eru velkomnir á æfingar til okkar óháð aldri :)


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Áfram Suðri.
Í gær lauk 15. Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi. Í fyrsta skipti kepptu nokkrir fatlaðir unglingar á Ulm. en einu sinni áður

hafði þó Hjörtur Már keppt á slíku móti en þá í flokki ófatlaðra. Þessir unglingar stóðu sig frábærlega og vöktu mikla athygli

áhorfenda enda mikið lagt upp úr kynningu á keppendum og verðlaunaafhendingu á Unglingalandsmótum. Þessir unglingar skráðu sig

á spjöld sögunnar með því að vera þau fyrstu sem unnu til verðlauna í flokkum fatlaðra á Unglingalandsmótum UMFÍ og þau

nældu sér öll í einhver verðlaun. Keppt var í frjálsum íþróttum, sundi og boccia og þessir fræknu íþróttamenn eru: Bjarni

Friðrik Ófeigsson, Guðrún Jóna Ingvarsdóttir, Almar Þór Þorsteinsson, P8050239Hjörtur Már

Ingvarsson öll úr HSK og Hafliði Hallur Aðalsteinsson, Róbert Salvar Reynisson, Sigurður

Guðmundsson öll úr ÍRB.Á næsta ári verður haldið landsmót fullorðinna á Selfossi og vonumst við eftir met þátttöku

fatlaðra íþróttamanna á því móti.P8040153
IMG_0971Árlegt vinamót Gnýs og Suðra var haldið á Selfossi laugardaginn 17.mars. 44 keppendur tóku þátt í mótinu.

Mótið er óhefðbundið á þann hátt að fjórir eru í hverju liði og er það blandað liðsmönnum úr báðum félögum.

Hluti af leiknum er leikmenn velja nafn fyrir sitt lið. Það er alltaf spennandi að heyra þessi frumlegu nöfn og á

laugardaginn voru eftirfarandi nöfn sett á liðin: Ferguson nautin, Kópur, Fiskar, Eldur, Rauða þruman,

Skotturnar, Gordjöss stelpurnar, Vetrargríslingarnir, Sólheimar cocopuffs, 800 bar og Sólin sem sigraði mótið.


Eftir spennandi keppni í Iðu var haldið í Tíbrá þar sem öllum var boðið upp á gómsæta pizzu og gos. Þar fór fram

verðlaunaafhending og skemmtinefndin sá um að halda uppi stuðinu með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Mótið heppnaðist mjög vel

eins og ævinlega og allir fóru sáttir og glaðir heim. Næsta ár munum við Suðrafólk fara á Sólheima og keppa þar með vinum

okkar.

Uppskeruhátíð Árborgar fór fram í hátíðarsal FSU miðvikudagskvöldið 28.desember.  Fjórir iðkendur Suðra fengu

viðurkenningu frá Árborg fyrir sinn árangur á árinu en Hulda Sigurjónsdóttir, Bjarni Friðrik Ófeigsson, Almar Þór

Þorsteinsson og John Rúnar Cordel voru öll íslandsmeistarar á árinu.
attachment.ashx-7 Á myndina vantar Almar Þór

Þorsteinsson.Til íþróttamanns Árborgar tilnefndi Suðri Almar Þór Þorsteinsson og til íþróttakonu Árborgar

tilnefndi Suðri Huldu Sigurjónsdóttir.  Þau fengu afhent viðurkenningaskjal og rós frá Árborg. 

Almar Þór gat því miður ekki mætt en Þórdís Bjarnadóttir tók á móti viðurkenningunni fyrir hans hönd.

attachment.ashx-6
Svo afhenti Þórdís styrk til þeirra fyrir góðan árangur á árinu.  Styrkurinn kemur frá Árborg og

er það stjórn Suðra sem ákveður skiptinguna.  Hulda Sigurjónsdóttir fékk 30.000 króna styrk. 

Bjarni Friðrik, Almar og John fengu 10.000 króna styrk.


Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og öll ætla þau sér að bæta sigg enn meir á

komandi ári.

attachment.ashx-8           Gleðilegt ár og þakkir fyrir liðnar stundir.            

              Megi árið 2012 færa Suðrafólki

                          gæfu og gengis

Nú er árið 2011 senn á enda og þá er tími til að gera upp árið.  Við hjá Suðra eigum hóp af flottu íþróttafólki og margir stóðu

sig afburðavel á mótum hérleflugeldar5ndis og erlendis á árinu.

Suðri tilnefnir Almar Þorsteinsson sem íþróttamann Árborgar 2011.  Almar varð Íslandsmeistari í

einstaklingskeppni í boccia, 7.deild.  Hann æfir auk boccia, knattspyrnu og golf.  Almar er góður

félagi, samviskusamur og duglegur.

Sem íþróttakonu Árborgar 2011 tilnefnir Suðri Huldu Sigurjónsdóttur.  Hulda æfir gríðarlega vel

og markvisst frjálsar íþróttir og sund.  Hún leggur mikið á sig til að ná árangri og bæta sig.  Hún er

Íslandsmeistari innanhúss í 60m hlaupi, langstökki og kúluvarpi og utanhúss í 100m, 200m hlaupum,

kúluvarpi, spjótkasti og langstökki.  Hún varð í 3.sæti í 50m baksundi og skriðsundi á Íslandsmóti ÍF í 25m laug.  Hæst ber þó

árangur hennar í kúluvarpi en hún setti Íslandsmet í kúluvarpi í flokki þroskaheftra sumarið 2011.

Bæði Almar og Hulda eru afbragðsíþróttafólk og félaginu okkar til sóma.

Auk þeirra er Bjarni Friðrik Ófeigsson Íslandsmeistari innanhúss í 60m hlaupi, langstökki og kúluvarpi í sínum aldursflokki.

John Rúnar Cortel varð Íslandsmeistari í spjótkasti í sínum aldursflokki utanhúss.

Auk Almars lentu, María Sigurjónsdóttir, Kristín Þóra Albertsdóttir  og Sigríður Erna í 2. sæti, 2. Deild.

Kristín Lára, Telma og Valdís í 3. sæti, 3. deild  sem haldið var í Vestmannaeyjum í október 2011.

Öllum iðkendum Suðra viljum við þakka frábæra þátttöku og samveru og við óskum öllum til hamingju með frábærann árangur á árinu sem er að líða.

Gleðileg jól.

SumarstIMG_0872arfi að ljúka og vetrarstarf hafið

Fyrir nokkru var haldin uppskeruhátíð hjá Suðra. Þar fengu allir sem æfðu með félaginu í

sumar viðurkenningar fyrir góða ástundun auk þess sem Hulda Sigurjónsdóttir fékk sérstaka

viðurkenningu fyrir að setja glæsilegt Íslandsmet í kúluvarpi.


Í sumar fóru fram æfingar í 3 íþróttagreinum hjá félaginu og voru þær árangursríkar og

skemmtilegar. Frjálsar íþróttir voru undir stjórn Fjólu Signýjar Hannesdóttur, golf undir

stjórn Gylfa Sigurjónssonar og knattspyrna undir stjórn Sveins Jónssonar. Æfingum í golfi og frjálsum er lokið en

knattspyrnuæfingar verða stundaðar fram á haustið og við hvetjum fleiri til að mæta á þær.


Vetrarstarf félagsins er hafið. Bocciaæfingar verða í Iðu á þriðjudögum kl. 17-18.30 og fimmtudögum kl. 16-17 undir stjórn

Unnar Bjarkadóttur,Örvars Rafns Hlíðdals o.fl. Sundæfingar verða í Sundhöll Selfoss á þriðjudögum kl. 18.30-19.30 og

miðvikudögum kl. 16.30-17.15 undir stjórn Sigurlínar Garðarsdóttur.


Ennfremur er einn félagi byrjaður að æfa lyftingar og hyggst taka þá í mótum á vegum Íþróttasambands fatlaðra í vetur.


Á næstu vikum taka Suðrafélagar þátt í ýmsum mótum, m.a. frjálsum íþróttum, sundi, knattspyrnu og boccia svo næg verkefni

eru framundan fyrir þá sem hafa áhuga á að keppa.


Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kynna sér starf Suðra en þar er ekkert aldurstakmark. Sérstaklega bjóðum við velkomin

börn og unglinga til að taka þátt í starfi sem eflir félagsþroska og hreyfifærni gefur auk þess tækifæri til að æfa og keppa

með jafningjum.
 Á myndinni eru flestir þeirra sem tóku þá í æfingum hjá Suðra í sumarið 2011.
Á héraðsmóti H20110818_kuluvarp_02_thumbs_medium250_0SK í íþróttum fatlaðra nú í ágúst setti Hulda Sigurjónsdóttir, íþróttafélaginu Suðra, glæsilegt

Íslandsmet í flokki þroskaheftra í kúlu varpi. Hún varpaði kúlunni 8.52m og bætti gamla metið um 14 cm.


Bjarni Friðrik Ófeigsson, íþróttafélaginu Suðra, tók þátt í Norrænu barna-og unglingamóti fatlaðra sem fram

fór í Finnlandi í ágúst. Þetta mót fer fram annað hvert ár og er til skiptis á Norðurlöndunum. Frá Íslandi fór

hópur barna og unglinga sem tóku þátt í sameiginlegum æfingum norrænu þjóðanna í mismunandi

íþróttagreinum. Bjarni Friðrik var í frjálsíþróttahópnum og síðasta daginn var haldið mót þar sem hann nældi

sér í eitt gull og tvö brons í kúluvarpi, 60m hlaupi og langstökki.


Hulda og Bjarni Friðrik 20110818_kuluvarp_01_thumbs_medium250_0hafa æft vel í sumar ásamt öðrum Suðrafélögum undir stjórn Fjólu Signýjar

Hannesdóttur. Glæsilegur árangur hjá þeim báðum.